Samúð.

Samkvæmt dagblöðum og gáfumönnum í Englandi þjáist heimurinn af því sem á ensku er kallað ,,compassion fatigue”. Á íslensku myndi þetta líklega útleggjast sem ,,samúðarþreyta”.
Samúðarþreytan á víst að vera tilkomin að núorðið vegna þess að núorðið vita menn miklu meira um miklu fleiri sem eiga bágt í heiminum. Þetta þýðir að ef maður ætlar að finna til eðlislægrar samúðar sinnar í hvert skipti sem tilefni er til þá á maður jafnframt að hættu á að ofgera sér og detta niður í depurð og þunglyndi.
Reyndar hef ég aldrei upplifað það að vera þreyttur á eigin samúð. Ég annaðhvort hef samúð með fólki eða ekki, allt eftir aðstæðum.
Þær aðstæður eru sjálfsagt umdeilanlegar. Það hefur til dæmis aldrei nokkru sinni hvarflað að mér að gefa betlara í London pening út af samúð. Stundum hefur það þó hvarflað að mér af praktískum ástæðum.
Ef umræddur betlari er augljóslega heróínfíkill eða eitthvað þaðan af verra hefur til dæmis skotið upp í kollinum hugmyndinni: ,,Er ekki ágætt að viðkomandi sé að betla peninginn fyrir dópinu í stað þess að vera að ræna og drepa fólk fyrir því? Ber mér þá ekki siðferðisleg skylda við að styðja þessa hegðun svo samborgarar mínir verði síður fyrir barðinu á tilefnislausu ofbeldi?”
Af prinsippástæðum vil ég hins vegar ekki styðja fólk í þeirri viðleitni að tortíma sjálfu sér. Örlæti mitt fellur með því prinsippi.
Um daginn vaknaði samúð mín við óvenjulegar aðstæður. Mér barst sú vitneskja að hinn geðþekki samnemandi minn Róbert frá Slóvakíu drekki reglulega Neskaffi til þess að halda sér vakandi yfir bókunum. Það sem verra er: Hann drekkur það saman blandað við KALT vatn af snyrtingu bókasafns LSE.
Þeir sem mig þekkja vita að ég veit fátt leiðinlegra en að lesa á bókasöfnum. Samt get ég ekki bægt þeirri hugsun frá mér að það sé einhvers konar siðferðisleg skylda mín að fara að lesa á bókasafninu. Ef svo yrði væri það í þeim eina tilgangi að geta komið með eigið nýmalað og heitt kaffi af Monmouth kaffi á brúsa á safnið og boðið Róberti félaga mínum með mér.
2 Innlegg:
2016-06-11keyun
ray ban outlet
kd 7 shoes
polo ralph lauren outlet
cheap oakley sunglasses
louis vuitton purses
timberland shoes
coach factory outlet online
burberry sale
hollister jeans
celine bags
abercrombie outlet
giuseppe zanotti sneakers
coach outlet clearance
adidas uk
air jordan shoes
coach outlet
nike sb janoski
michael kors handbags
oakley canada
adidas superstar
supra footwear
abercrombie and fitch
kids lebron shoes
ray ban sunglasses uk
michael kors outlet online
kobe shoes
louis vuitton outlet
louis vuitton
cheap jordans
nike air max uk
coach outlet canada
fitflop shoes
replica rolex watches
louis vuitton outlet online
true religion outlet store
air jordan shoes
nfl jerseys wholesale
cheap oakley sunglasses
concords 11
baseball jerseys
jordan shoes
adidas yeezy
curry 4
yeezys
birkin bag
nike air max 2019
louboutin shoes
calvin klein underwear
curry 4 shoes
Skrifa ummæli
<< Home