mánudagur, apríl 10, 2006

O Brother Were Art Thou?



,,Hey brother, do you know where Neal Street is?”, spurði hörundsdökkur maður mig í Covent Garden áðan.

Ég var upp með mér, ekki bara vegna þess að maðurinn taldi mig augsýnilega umgangast rangala hverfisins af því sjálfsöryggi sem innfæddir einir hafa til að bera. Heiður minn var meira sá að vera ávarpaður með þeirri kumpánalegu kveðju sem einungis karlmenn af afrískum uppruna nota sín á milli. Ég upplifði mig skyndilega sem brú á milli menningarheima.

Kannski er það tilviljun en mér finnst engu að síður merkilegt að þetta skuli bera upp á 25 ára afmælisdag Ingvars bróður míns. Það er örugglega ekki á neinn hallað þótt ég segi að Ingvar bróðir minn sé einmitt sá sem ég hef saknað mest hérna úti, enda er hann sá eini í nánustu fjölskyldu minni sem hefur ekki enn haft tækifæri til að heimsækja okkur. Sem betur fer er allt útlit fyrir að það standi bráðlega til bóta.

3 Innlegg:

Blogger sylvia sagði...

Til hamingju með afmælið Gvari!!!

Nú er ekki aftur snúið:)

9:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég lenti einmitt líka í því að vera spurður til vegar í New York og einnig í því að vera uppáhaldsfatabúðinni minni í sömu borg að vera spurður hvort einhverjar flík væri einnig á útsölu. Ég var að sjálfsögðu mjög upp með mér í bæði skiptin.
Takk fyrir afmælisóskirnar. Sakna ykkar líka! :)

11:14 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Kannski hélt black brotha´ að þú værir svona undercova´ brotha´!?!

9:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home