mánudagur, apríl 10, 2006

Læri, læri, læri – mætti ég þá frekar biðja um Páskalærið.


Bloggleysið undanfarnadaga skýrist ekki af því að of mikið hafi aðhafst hér í Lundunúnum. Þvert á móti, langar setur fyrir framan tölvur, greinar og bækur hafa einkennt okkur. Gærdagurinn hefði ekki getað byrjað betur. Við Kjartan fengum brúnan pakka sendan til okkar, og að þessu sinni var hann ekki merktur Amazon. Við fengum hvorki meira né minna en 12 páskaegg frá Nóa, hrís og djúpur frá tengdó. Nú er loksins orðið páskalegt hjá okkur. Það stefndi í það að ég færi að skreyta hjá okkur með post-it miðum til þess að fá einhverja páskastemmingu á heimilið.

Fyrsta eggið er komið í magann. En Málshátturinn var heldur betur viðeigandi og ætla ég ég að tileinka hann Saumavélinni!!!

,,Betra er að róa en reka undan”

Inniveran hefur aldeilis orðið til þess að hörundslitur minn hefur farið hvítnandi og afrakstur sólarsleikju í Frakklandi því með farinn fyrir bý. Ég býst við að Kanebo golden glow verði kreist jafnt og þétt yfir komandi verkefnatörn.

Jæja, betra er að róa en reka undan og því um að gera að halda áfram með svo mjög spennandi greiningu á því hvað fór í rauninni úrskeiðis í Challenger og Columbia málunum frægu.

3 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Hefði eflaust gert skemmtilegt myndefni að skreyta íbúðina með post-it miðum!
En, eruði flutt úr boxinu ljúfan?

2:05 f.h.  
Blogger Sif sagði...

Gott að páskarnir séu komnir til London!

Æj hvað mig langar að koma í aðra heimsókn, ansans vesen. Annars fáið þið tækifæri til að endurgjalda heimsóknina, við sóttum um Erasmus til Barcelona og ef allt fer eins og það á að fara verður farið eftir áramótin og þið verðið að koma í heimsókn ;) Alltaf tilboð til Barce í mars!

12:08 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Alltaf velkomin í aðra heimsókn!!!

Barcelona here we come!!! íííhaaa

1:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home