þriðjudagur, apríl 25, 2006

Áttu klink?


Á hverjum degi stend ég andspænis viðskiptatilboði sem felst í því að ég læt af hendi peninga endurgjaldslaust til einhvers sem mér er gjörsamlega ókunnugur.

Fyrsta skiptið er yfirleitt þegar ég kem út úr Tesco og geng þar fram á konu sem varpar fram spurningunni “Can you spare some change, please?”

Ég er löngu hættur að virða hana svars og hugsa mér til réttlætingar að engin mannleg bón verði svona skerandi í eyru nema í fráhvörfum.

Annað skipti er þegar ég geng framhjá Barclays-útibúinu við Russell Square. Þar hefur séður betlari tekið sér stöðu við hraðbankann. Þetta er sennilegra betri staðsetning en Tesco því að hann þarf aldrei að ávarpa neinn.

Nálægt skólanum mætti ég yfirleitt þriðja betlaranum. Oft spyrja þeir mig hvað klukkan sé. Þótt ég gruni þá um að nota spurninguna sem átyllu til að biðja mig um pening hef ég aldrei verið spurður um slíkt í framhaldinu.

Ég skil vel að heimilislausir útigangsmenn þurfa peninga. Hvað þeir hafa gera við stundvísi er mér hins vegar hulin ráðgáta. Mig rámar óljóst í að mann- og félagsfræðingarnir Þóra og Kolbeinn hafi sagt mér að betlarar skipti með sér vöktum á stöðum sem þeir betla. Þeir minni um margt á dagvinnu- og vaktavinnufólk að því leyti.

Um daginn spurði ég leiðbeinandann minn hérna sem er í senn mannréttindafrömuður og mannvinur hvað ylli þessum gríðarlega fjölda. Hann játti því vissulega að þetta væri vandamál en bætti svo við af stakri innilegri andúð sinni á breska Íhaldinu:

,,Sennilega hefur þetta verið vanrækt í umræðunni einfaldlega vegna þess að þetta hefur lagast svo mikið frá tímum Thatcher. Þá voru betlararnir yfirleitt í hópum, oft um þrjátíu saman.”

Núverandi fjöldi betlara er sannarlega ekkert til að vera stoltur af. Það er samt ekki laust við að mér sé létt að hafa ekki verið hér á tímum járnfrúrinnar.

5 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Blessuð bæði tvö. Alveg fór hittingurinn á sunnudagskvöldið í köku. Hringi seinna og útskýri tíma- og símabatterísleysi. En takk fyrir frábæran laugardag. Dugleg að læra! :-)

4:53 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já, það var svo sannarlega gaman að sjá ykkur!!! Ekkert mál með Sunnudaginn ég var í hópavinnu allan daginn og kvöldið fór í að hita upp fyrir kynningu sem var í gær.

Þó það hefði náttla verið skemmtilegra að verja slíkri kvöldstund í góðra vina hópi.

Sömuleiðis!!! Gangi þér vel að læra

5:14 e.h.  
Blogger Thóra sagði...

Virðing mín fyrir betlurum og Big Issue sölumönnum stórjókst (eða jafnvel varð til...) eftir að ég hitti Chantal, mannfræðinginn sem skoðaði útigangsmenn og konur í Oxford sem doktorsverkefni. Í rauninni er þetta nefnilega hörkuvinna, ekkert grín að vera svona á sama staðnum hvernig sem viðrar og betla eða selja BI. Uppáhalds BI fólkið okkar var fyrir framan Coopið í hverfinu ávallt með spíra í brúsa til að halda á sér hita. Djö hvað ég skildi það vel, yrði ekki lengi að verða alki sjálf ef ég þyrfti að gera þetta!

3:50 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

www0730

prada shoes
moncler uk
red bottom shoes
canada goose jackets
converse shoes
canada goose jackets
adidas yeezy
michael kors outlet online
canada goose
michael kors outlet








1:43 f.h.  
Blogger yanmaneee sagði...

air max 270
nike react
cheap jordans
off white hoodie
yeezys
moncler
kd 11 shoes
longchamp
yeezy boost
nike air max 2018

9:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home