miðvikudagur, apríl 19, 2006

Varúð: Vond fyrirsögn.

“Tilgangsleysi lífsins í röklausum heimi.”- Ég hef rekist á þessu setningu núna stanslaust á netinu í tvær vikur. Þetta er víst fyrirsögn á einhverri umfjöllun um Samuel Beckett.

Ég hef séð þessa setningu áður. Mig minnir að hún hafi verið aftan á safnritinu sem gefin var út með verkum Becketts í þýðingu Árna Ibsens 1987. Gott ef hún var ekki líka notuð í íslensku alfræðiorðabókinni nokkrum árum síðar.

Notkun þessarar fyrirsagnar var ekki til þess fallin að vekja áhuga minn á að lesa lengra.Ef ég man samt kynni mín af Beckett rétt þá er þessari lýsingu á verkum hans ætlað að gefa til kynna að lífið sé nöturlegt, einmitt vegna þess að það sé röklaust og tilgangslaust.

Kannski er það til marks um að ég sé grunnhyggnari en sumir velvildarmenn mínir mundu láta. Öfugt við Beckett finnst mér lífið einmitt sjaldan betra akkúrat þegar maður lifir því hvorki með tilgang né rök í huga.

Í kvöld lét ég á þetta reyna. Um sexleytið tók ég lestina um 15 mínútna leið norður í bæ. Þar hafði ég mælt mér mót við Harry nokkurn, sem ég vissi ekki frekari deili á en að hann hafði símanúmerið 07958102254.

Á leið minni urðu nokkrar tafir þar sem ég mætti rútu. Mikill mannfjöldi safnaðist um rútuna og ég slóst í hópinn. Í hvert skipti sem einhver steig úr rútunni klöppuðu ég og mannfjöldinn eins og við ættum lífið að leysa.

Þegar ég hitti Harry rétti hann mér eftirfarandi bréfssnifsi. Ég mun taka það með mér í gröfina hvað ég borgaði fyrir það.



Eftir fór ég á staðinn sem miðinn gaf til kynna. Það var klukkustund í að tilefni komu minnar hæfist. Ég ætlaði að nota tímann og lesa í Human Rights og Civil Liberties eftir Steve Foster. Þegar á reyndi gat ég ómögulega fest hugann við bókina. Vissulega var tilgangur í að lesa hana, þar sem ég fer í próf úr henni 5. júní. Ég var hins vegar ekki í tilganginum. Ég var í núinu.



Klukkan 19.45 var ég farinn að öskra hvatningaróp til stuðnings mönnum sem ég er ekki einu sinni málkunnugur, þótt ég þekki þá vissulega með nafni. Mér til málsbóta gerðu 30.000 manns hið sama. Ekki gat ég verið félagsskítur.

Eftir það voru sungnar nokkar vel þekktar dægurflugur, með breyttum textum. T.d. “There is Only One Arsene Wenger.” (Lag: Guandalamera) og “We´ve Got the Best Player in the World.” (Lag: He´s Got the Whole World in his Hands.)

Gulklæddu aðkomumennirnir á grasinu fyrir framan okkur fengu hins vegar fremur kaldari kveðjur. Ég ákvað að vera félagsskítur þegar að þeim kom og lét duga að kalla “cheat” ef mér þótti tilefni vera til.

Eftir slímusetur og fræðilegar vangaveltur undanfarna daga var svo sannarlega gott að eiga kvöld þar sem hvorki tilgangur né rök komu neitt við sögu.

10 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Kjartan!

Ég mæli með því að þú semjir Arsenal-tuðru-sparkstexta við íslenska dægurlaglínu og komir henni í umferð í áhorfendaboxinu þínu á næsta leik.
Auðvitað segirðu laglínuna þína eigin hugarsmíð.

"Mér finnst rigningin góð" er til dæmis einstaklega "kettsjí" og skemmtilegt lag og ætti að falla í kramið hjá þeim :D

7:24 f.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Þetta yrði kjörið tækifæri til að koma á framfæri íslenskum dægurlagaperlum sem aldrei hafa fengið þá upphefð sem þeir eiga skilið.

Tók eftir að það virðist vera sóknarfæri fyrir lög sem fanga hina dapurlegu stemmningu fótboltans (lesist "ósigrar) enda lítið sungið þegar svo ber undir.

Lög eins og "Dimmar rósir" (E. "Sour Grapes) og "Gaggó vest" (E. "Russian Mob" - vísar til annars knattpspyrnuliðs í borginni) myndu óneitanlega fanga þessa stemmningu.

10:01 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Frábært!

Nú er bara að setja sig í stellingar og hefja textasmíð.

Prófalestur víkur fyrir svo aðkallandi verkefni!!!

3:24 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Má ég bara minna á að þú heldur nú sjálfur með liði sem þessi "Russian Mob" á !

Nú þarftu að finna betri skýringu fyrir að halda ekki með okkar manni!

11:02 e.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Vinátta mín við Anderson er til þess að ég læt hann njóta vafans um eignarhald Corinthians í Brasilíu.

Að byggja stuðning sinn við lið á þjóðerni leiðir líka til mótsagna. Hvers eiga til dæmis Heiðar Helguson og Hermann Hreiðars að gjalda?

11:16 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Það má alveg líka halda með þeim!

En nú ertu kominn á hálan ís. Vináttan við Anderson lítur framjá þessu... en ekki okkar!!!

Mér sýnist stefna á að þú sofir í sófanum í nótt:(

12:09 f.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Hver er "okkar maður" Sylvía?
Umræðan teygði sig til Rússlands og þaðan til Brasilíu...
ég kem bara af fjöllum!!!

11:36 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

HEHE það er jú auðvitað hann Eiður. Hver annar?

3:28 e.h.  
Blogger yanmaneee sagði...

nike x off white
yeezy boost 500
westbrook shoes
balenciaga
hogan outlet
jordan shoes
curry 6 shoes
nike epic react
off white jordan 1
fila shoes

11:16 f.h.  
Blogger yanmaneee sagði...

golden goose outlet
air force 1
ferragamo belts
nike vapormax
nike max
nike shox for men
lebron 17 shoes
kyrie 4 shoes
vans
off white clothing

9:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home