laugardagur, apríl 22, 2006

,,Manstu daginn þegar..."

Þegar maður situr fyrir framan tölvu heilu næturnar og pikkar inn samanofinn texta úr nokkrum fræðigreinum (helst soldið mörgum) því fleiri fræðigreinar því lengri heimildaskrá og því betri ritgerð, kryddar svo þetta með nýrri og feskri hugsun að manni finnst, ef að hún er þá til, þá á maður sér eiginlega ekkert líf.

Ég efast um að ég muni nokkru tíma hugsa manstu daginn þegar ég skrifaði barasta 4 heilar blaðsíður um kerfisflæði, um mína persónulega stefnumótun, um árangursríka hópavinnu, um siðfræði aðgerðarrannsakarans eða biðaraðafræði (allt þetta eitt fag, dýrasta eining sem ég hef tekið).

Ónei, svona dagar hafa engan þannig sjarma yfir sér. Þeim er öllum hægt að slá saman í eitt tímabil. Í mesta lagi getur maður sagt manstu tímabilið þegar ég framleiddi froðutextana miklu. Svona dagar eru til þess að aðrir dagar verði ,,manstu daginn þegar...” Sá dagur verður manstu daginn þegar ég útskrifaðist. Mikið verður sá dagur ljúfur. Þann dag verð ég búin að gleyma þessum degi. Sem er kannski ágætt.

10 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Sylvía, ég hef tekið eftir nokkurri fylgni annatíma í námi og bloggskrifa hjá þér undanfarið.

Er þetta staðreynd?

Annars var ég fyrst nú að taka eftir flottu undirfyrirsögninni ykkar: "Það sem gerist í London gerist líka hér".

Hvað meiniði?

Mússímússíknúsípúsí :D

11:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

eins og talað frá mínu hjarta...

3:13 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já það er svo fínt að komast í gang með því að blogga smá ;)

5:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég man daginn þegar þú blandaðir kokteilinn. Hann hlýtur að hafa verið góður samkvæmt skilgreiningu.
-Viðar

7:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mín kæru!
Ég veit ekki hvaða draugagangur var í símanum mínum í helgina en það var alveg sama hvað ég hringdi oft í ykkur, ég fékk aldrei samband. Ég reyndi allar mögulegar og ómögulegar útgáfur af símanúmerinu, fékk aðstoð í lobbýinu og allt en án árangurs! Okkur var greinilega ekki ætlað að hittast þessa helgi og í staðinn fyrir að vera svekkt ætla ég að sannfæra sjálfa mig um að þarna hafi örlögin verið að verki og forðað einhverju skelfilegu!
Vonandi fáum við fleiri tækifæri seinna!

10:05 f.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Kæra Guðrún: Vorum akkúrat að hugsa það sama. Ég fékk að minnsta kosti eitt missed call sem var frá þér
en fékk svo bara talhólfið þegar ég hringdi til baka.

Þetta hljóta að hafa verið einhver góðviljuð örlög sem voru að forða okkur frá ölvuðum ökumanni á ferli í miðborg London þennan dag...

3:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það hlýtur bara að vera!!!

4:13 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já þessi kokteill var nú eftirminnilegur... mjólkurkenndar lufsur innan um ávaxtasafann.

Hef reyndar aldrei verið þekkt fyrir að geta blandað kokteila... sá allra versti sem ég hef gert heitir "Ólafur Ragnar"...er ennþá með samviskubit fyrir að hafa borið hann á borð fyrir fólk.

Guðrún, almættið hefur greinilega tekið í taumana, hvílíkt og annað eins. Fannstu Newburgh street?

9:20 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

www0730

prada shoes
moncler uk
red bottom shoes
canada goose jackets
converse shoes
canada goose jackets
adidas yeezy
michael kors outlet online
canada goose
michael kors outlet








1:43 f.h.  
Blogger yanmaneee sagði...

baseball jerseys
jordan shoes
adidas yeezy
curry 4
yeezys
birkin bag
nike air max 2019
louboutin shoes
calvin klein underwear
curry 4 shoes

11:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home