mánudagur, maí 08, 2006

Inspector Morse segir “Allt í drasli”


Í dag fengum við bréf. Það er alltaf ánægjulegt að fá bréf á tímum tölvupóstssamskipta ef þau berast ekki í gluggapóstsumslagi. Ánægjutilfinningin stóð þó ekki lengi yfir þar sem erindið var það að við skötuhjú stöndumst ekki þrifnaðarastandarda inspectors Morse.

Hann sem sagt kom og leit gaumgæfilega í kringum sig, ofan í klósett, inní ofninn og undir rúm. Þetta þarf allt að þrífa betur. Sér í lagi vaskurinn, þar sem vatnið hér í lundúnaborg er mun kalkríkara en heima. Ef við tökum okkur ekki á þá kemur sérdeild, í að þrífa hjá okkur á okkar kostnað. Það finnst okkur reyndar ekkert svo slæm hugmynd.

Það er spurning hvort sérdeildin muni mæta með sebramunstraða gúmmíhanska með tjulli í líkingu Heiðar og Ingibjörgu. Ég bíð spennt eftir inspector Morse en hann mun láta sjá sig þann 22. maí til þess að athuga hvort allt sé enn í niðurníslu.

9 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábær kvöld hérna í London. Hlakka til að hitta ykkur aftur sem allra fyrst. Það er aldrei að vita hvenær ég birtist hérna aftur.

Bestu kveðjur,
Guðrún Mogensen

4:52 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já þetta var indælt og kósí. Er enn með vatn í munninum eftir steikina. Láttu nú sjá þig sem allra fyrst :)

5:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Við hérna á 4. hæðinni erum ánægð að heyra að eftirlitið hefur teygt anga sína víðar. Alveg ljóst að við ættum að splæsa saman í kalksteinshreinsi hið snarasta. Tek jafnframt undir þakkir spúsu minnar fyrir síðustu kvöld, afar elegant eins og alltaf.

8:54 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já svo talaði hann um klórefni fyrir postulínið. Spurning hvort við kaupum sitthvorn brúsann;)

12:06 f.h.  
Blogger Unknown sagði...

Saltvatn svínvirkar á kalkútfellingar í vöskum. Sannreyndi það í Brussel um árið

12:34 f.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Heyrið, heyrið!
Ég held með "sérdeildinni á ykkar kostnað".
Þessir kalksteinsblettir eru klárlega Lundúnaborg að kenna. Ekki getið þið að því gert.
Þið leggist ekki svo lágt að hreinsa þetta að bón Morse-spæjarakallsins.
Og hananú!

8:20 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

Frábær ráð frá húsmóðurinni sjálfri. Best að prófa þetta þegar nær dregur heimsókn Morse;)

Nema maður fari í hart einsog Guðný er að tala um. Hvernig er það er ekki hægt að panta róbot sem sér um svona hluti frá Japan?

12:10 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

www0730
uggs outlet
christian louboutin shoes
ugg boots
vibram fivefingers shoes
moncler outlet
supreme new york
ferragamo shoes
ralph lauren uk
super dry
true religion outlet









1:40 f.h.  
Blogger yanmaneee sagði...

off white hoodie
lebron 15 shoes
james harden shoes
kobe shoes
golden goose
jordan 4
michael kors bags
kobe 9
goyard bags
ultra boost

11:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home