sunnudagur, maí 07, 2006

Hið ljúfa líf

Eftir stífar setur við að skrifa um Challenger og Columbia slysin skilaði ég inn greinarstúfnum á miðvikudaginn. Þar hitti ég stallsystur mínar og við ákváðum að kaupa okkur samlokur og setjast út í blíðskaparveðri í “Sommerset House.” Ekki slæm hugmynd það.


Á fimmtudaginn reis hitinn í 24 gráður okkur lundúnarbúum til mikillar ánægju. Ég dreif mig í klippingu, enda komin með soddan lubba, og dreif svo Kjartan út í góða veðrið. Fjárfest var í sólgleraugum fyrir sumarið.


Við Unnur drifum okkur svo í Hyde Park á föstudaginn, þar lágum við á bleiku picnic teppi og fengum okkur beyglu með rjómosti og vínber. Gáfum svo svönunum brauð, talandi um að vera “living on the edge” á tímum fuglaflensunar.


Ég kom svo við í búðinni á leiðinni heim og keypti í matinn fyrir matarboð kvöldsins. Kjartan kom af bókasafninu sveittur eftir rökræður í umræðuhópnum sínum. Fengum svo til okkar góða vini.


Anderson og Ligia í góðu stuði


Chris og Gian Reto að gæða sér að eyrnasnepplapasta og kjúlla


Strákarnir töluðu um ústlit í brasilísku knattspyrnunni meðan við stelpurnar lékum okkur með snæri (man einhver hvað svona fingra-teygjutvist kallast?)


Komumst að því að við kunnum þetta allar, virðist vera alþjóðlegur leikur.

Í gærkveldi urðum við þess heiðurs aðnjótandi að fá Árna og Guðrúnu í kvöldkaffi. En Guðrún kom til London í óvænta heimsókn í gær, virkilega gaman að hitta þau. Þau færðu mér líka lakkrís, það finnst mér aldrei leiðinlegt.

6 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

heitir þetta ekki fuglafit??? var haggi???

2:56 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Heyrðu það finnst mér nú hljóma sennilegt.

Guðný Birna fær fuglafit í jólagjöf fyrir að svara þessari spurningu rétt!!! Ef það er þá rétt :)

3:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Fuglafit er alveg hárrétt!!!

Annars er ég á leiðinni til London ... aftur!!! Ég verð í borginni ásamt kórnum mínum 9. - 12. júní (og kannski aðeins lengur) og vonast til að mér takist að hitta ykkur í þetta skiptið!!! Kannski þið getið meira að segja koma á tónleika? Í það minnsta skal ég koma með eins mikinn lakkrís og ég get borið!!!

7:18 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Líst vel á það!!! Við mætum á tónleikana. Við verðum brún og sæl, nýkomin frá Sikiley á þessum tíma.

Hvenær eru tónleikarnir?

11:51 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Hvað er maður að leggja þetta á sig þegar maður getur fengið þetta á tveimur vikum.

11:23 f.h.  
Blogger Unknown sagði...

www0730
pandora charms outlet
pandora charms
cheap jordan shoes
bottega veneta
nike factory outlet
fitflops sale
supreme clothing
coach factory outlet
ugg boots on sale 70% off
michael kors outlet clearance









1:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home