miðvikudagur, maí 10, 2006

Síðastur með fréttirnar.


Chelsea eru Englandsmeistarar. Þeir lesendur sem hafa alls engan áhuga á fótbolta heyrðu það hér fyrst. Aðrir heyrðu það síðastir.

Síðasta setningin gæti orðið tilefni til biblíulegrar ritskýringar. Ég ætla að standast þá freistingu, enda er hún ekki sérstaklega mikil.

Ég fór á leikinn í góðum félagsskap þeirra Árna, Eggerts og bróður hans, svo og Ragnars og Maríu. Eggert útvegaði okkur Árna miða á útseldu verði en markaðsverðið (sem kennt er við svarta litinn) var fjórfalt hærra. Með menn eins og Eggert innanborðs er augljóst af hverju KB-banki hf. er að mokgræða.

Þegar Chelsea fékk bikarinn var spilað lagið “We Are the Champions” með Queen. Það er sennilega með mest óþolandi lögum allra tíma, yfirfullt af ódulinni og sjálfmiðaðri upphafningu. Hið síðastnefnda er allt það sem einkennir slæman sigurvegara.

Þetta leiðir auðvitað hugann að því að það er erfitt að syngja hógværlega um sigur. Það er eitthvað svo miklu göfuglegra að syngja um ósigur. Hvaða lag væri til dæmis meira viðeigandi um örvæntingu liðsins sem fellur um deild en Bohemian Rhapsody (sjá texta).


Ef ykkur vantar lögfræðiráðgjöf um milljarðasamninga þá eru þetta mennirnir sem þið þurfið að tala við.

6 Innlegg:

Blogger sylvia sagði...

Það munar svooo litlu að þeir nái "Men In Black" effectinum. Ray ban á línuna og út með ljósbláa og hvíta bolinn sem og trefillinn;)

2:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gæti ekki verið meira sammála þér. We Are the Champions er svo leiðinlegt lag.

7:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Um daginn unnu Framararnir Íslandsmeistaratitilinn í handboltanum. Þeir stilltu sig um að spila We Are the Champions. Þess í stað spiluðu þeir Simply the Best með Tinu Turner. Það lag myndi virka betur ef ekki væri fyrir hugrenningartengslin við The Office.

Ég tók hins vegar loforð af formanni handknattleiksdeildar um kvöldið að ef við vinnum aftur á næsta ári, verður spilað You Win Again með Bee Gees...

11:30 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

"Simply the Best" er nú þegar frátekið sigurvegaralag!

Herra Stefán er líklega ekki "í hundunum" (reyndar ekki ég heldur), annars myndi hann vita að þetta lag er spilað í sigur-hring á hundasýningum!

Framarar virðast þó hafa farið allt annað en í hundana þessa leiktíðina!

7:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er ein af þeim sem frétti þetta fyrst hér á þessari síðu!!!

Annars stóð ég í þeirri meiningu að Simply the best væri einhvers konar einkennislag Herbalife sölumanna um allan heim!!! Við erum þá að tala um Office, hundasýningar og Herbalife ... hver í ósköpunum vill virkilega skapa svona skelfilegar tengingar?!

10:25 f.h.  
Blogger KjartanB sagði...

Það væri flott að spila You Win Again í annað skiptið. Ef þeir vinna í þriðja skiptið þá væri hægt að spila You Can Win If you Want með þýska dúettnum Modern Talking.

En Guðný og Guðrún: Hvaðan kemur ykkur þessi vitneskja um annars vegar hundasýningar en hins vegar sjálfsörugga Herbalife-sölumenn? Skýringa er þörf.

2:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home