þriðjudagur, október 04, 2005

Getur...

… einhver mér fróðari maður upplýst mig um hvort það sé sérstakur helgisiður í austrænum trúarbrögðum að fylgjast með þvottavélum að störfum?

Í hvert skipti sem ég bregð mér niður í þvottahús International Hall sé ég þar fólk af austurlenskum uppruna sem horfir raunamæddum en einbeittum augum á óhreina tauið sitt snúast í þvottavélinni.

Á vélinni stendur skýrum stöfum á vélinni að 35 mínútur séu eftir af þvottinum.

mánudagur, október 03, 2005

To those who advertise products and services in the comments system.

Please note that you will be charged a 2000 $ fee for every advertisement posted on the comment system. Your payment should be made into Bank Account 805 34323 (Branch Sort Code 20 47 44). Please write to Kjartan Björgvinsson (K.Bjorgvinsson@lse.ac.uk) for further details.

If payment is not made within 14 days of posting an advertisement all necessary legal action will be taken to recover the debt. The cost thereof will be passed on to the advertiser.

Friends and relatives are of course most welcome to post their comments free of charge, as before. The “friends and relatives” only refers to human persons, not companies or any legal entities.

sunnudagur, október 02, 2005

Í hægri endursýningu.

Dagarnir í London hafa liðið hratt. Margt hefur verið að sjá, enn fleira að kynnast og sumt hefur maður orðið að læra og tileinka sér. Maður verður líka áþreifanlega var við þá staðreynd að jafnvel þótt hlutirnir gerist hratt þá tekur allt sinn tíma.

Þegar maður býr í stórborg í stað þess að heimsækja hana getur maður leyft sér þann munað að villast í henni meira. Betri leið til að kynnast borg er vandfundin enda ratar maður þá um ýmsar fáfarnari slóðir sem ósjaldan eru engu síður áhugaverðar en þær fjölfarnari.

Um síðustu helgi tókum við okkur stutta pásu frá London og fórum í þrjá tíma inn í Sheperds Bush Empire, tónleikahús með óvenjulega heimilislegt yfirbragð. Þetta kvöld átti maður að nafni David Gray húsið.

David Gray semur lögin sín eins og hann sitji í djúpum hugleiðingum um lífið einn á bar á föstudagskvöldi. Flutningur laganna gefur hins vegar helst til kynna að hann sé nýkominn úr ræktinni, fullur af bjartsýni og orku.

Það er gaman að vera á tónleikum þegar öll upplifunin er á þá leið að maður sé á nákvæmlega réttum stað, á nákvæmlega réttum tíma og með nákvæmlega réttu manneskjunni.