föstudagur, júní 16, 2006

Litlu börnin leika sér

Þá var loksins komið að því, við íslendingagengið í International Hall vorum öll búin að henda inn verkefnum og fara í síðustu prófin. Árni hefur beðið óþreyjufullur að komast heim til Íslands en við náðum honum í smá celebration í gærkvöldi. Eftir að hafa horft á leik England-Trinidad Tobaco skellum við okkur út að borða.

Maturinn var ekki af verri endanum en við fórum s.s. á ítalskan eðal stað rétt hjá Westminster og London Eye.



Eftir matinn slógum við á létta strengi. Enda öll búin að vera í grafalvarlegum pælingum síðustu daga. Ef ekki um hverja við eigum að skipta út í draumaliðunum okkar þá eitthvað sem snýr að Brownian motion, sammkeppnisrétti eða mannréttindum.


Hér sést lögfræðingur í fullum rallýklæðum.


Enn annar í rallýpósu.


Við unnum helling af einhverjum miðum í þessu tæki, náðum að kaupa fyrir þá bangsa fyrir Gunnar sem var því miður fjarri góðu gamni.

Nú svo gátum við nú ekki hætt að leika okkur svo við tókum einn Settlers þegar við komum heim. Mig minnir nú að sá sem hafi rústað körfunni og klessubílunum hafi líka unnið Settlersið.



Með leikgleðina í hámarki náði ég að fella Yengað aðeins of snemma.


Þrátt fyrir gleði gærkvöldsins ákvað Árni nú að flýta sér heim til Íslands, enda keppir maður nú ekki við svona prinsa:

sunnudagur, júní 11, 2006

Der Ball ist Rund. - Das Spiel dauert 90 Minuten.


Það er líklega ekki fjölmennt í hópi grunaðra lesenda þessarar síðu sem ber sérstakan hlýhug til landsliðs Þjóðverja á HM. Þótt ótrúlegt sé þá er einstaklega góðmenn í þeim hópi.

Þessum lesendum tileinka ég þennan hlekk.