Skólavikan
Skólinn er byrjaður á fullu núna. Fyrstu ritgerðarskrifin í höfn. Búin að fá nýja tölvu og allt að gerast. Tölvan kom samt á sama degi og ég var að skrifa ritgerðina svo ég þurfti að sitja á mér og dást af nýju tölvunni meðan ég pikkaði á þá gömlu.

Boxið stækkaði óneitanlega þegar við Kjartan komumst að því að það væri skvassvöllur hjá okkur í kjallaranum. Við settum okkur í stellingar og Kjartan sagðist kokhraustur hafa spilað skvass áður og kynni reglurnar. Ég ákvað að treysta Kjartani enda þaulkunnugur heimi reglugerða og lagasetningar. En lögfræðingurinn mér til mikillar furðu hafði ekki unnið heimavinnuna nógu vel þannig að upphófst hið mesta stjórnleysi. Það er alveg ótrúlegt hvað reglur skipta miklu máli í íþróttum.
Við lærðum svo reglurnar og erum öll að koma til í skvassinu.

Boxið stækkaði óneitanlega þegar við Kjartan komumst að því að það væri skvassvöllur hjá okkur í kjallaranum. Við settum okkur í stellingar og Kjartan sagðist kokhraustur hafa spilað skvass áður og kynni reglurnar. Ég ákvað að treysta Kjartani enda þaulkunnugur heimi reglugerða og lagasetningar. En lögfræðingurinn mér til mikillar furðu hafði ekki unnið heimavinnuna nógu vel þannig að upphófst hið mesta stjórnleysi. Það er alveg ótrúlegt hvað reglur skipta miklu máli í íþróttum.
Við lærðum svo reglurnar og erum öll að koma til í skvassinu.