föstudagur, júlí 14, 2006

Landsliðstreyjan.

Fyrir þremur mánuðum hafði faðir Andersons samband við skrifstofur Nike í Sao Paolo í Brasilíu. Erindið var að fá áletrað nafn á brasílíska landsliðstreyju.

Yfirleitt þarfnast slík beiðni ekki sérstakra afskipta Nike. Í Brasilíu eru landsliðsmenn aftur á móti í guða tölu en af þeim sökum þykir engan veginn við hæfi að óbreyttir borgarar klæðist landsliðstreyjunni helgu með áletruðu nafni.

Góðu heilli er faðir Andersons maður með sambönd. Hann er varaforseti knattspyrnuliðsins Corinthians sem átti þrjá fulltrúa á HM þetta sinnið (Mascherano, Tevez frá Argentínu og Ricardo hjá Brasilíumönnum). Nike afgreiddi beiðnina og treyjan var afhent sem afmælisgjöf þremur mánuðum síðar í London.

2 Innlegg:

Blogger Nielsen sagði...

Það er naumast!!!

12:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Thats the most beautiful brazilian t shirt of the World! Of course, I gave it to my dearest friend: Kjartan!
VAMO BRASIL PORRA!

9:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home