fimmtudagur, mars 30, 2006

Toulon- Aix-en-Provance- Arles - Avignon

Við lestrarhestarnir slitum okkur frá bókunum í fjóra daga og skelltum okkur suður á bóginn í land rauðvíns og osta. Ferðafélagarnir voru ekki að verri endanum að þessu sinni heldur margumtalaði Brasílíumaðurinn Anderson og Ligia kona hans og þau Christine Schneeberger (snjófjall) og Gian Reto.


Þegar við lentum í Toulon tókum við útsýnistúr um bæjinn. Það var nú ekki mikið að sjá þar en náðum við þó þessari rómantísku mynd af Anderson og Ligiu við bryggju Toulon.



Við drifum okkur frá Toulon í smábæjinn Aix-en-Provence sem mér er ómögulegt að bera réttilega fram, þrátt fyrir að vera með stúdentspróf í frönsku. Þegar við komum í bæinn tók á móti okkur skrúðganga. Kjartani þótti mikið til búninganna koma og þá einna helst Star Wars þemað. Ef vel er að gáð má sjá glitta í Svarthöfða ásamt fríðu föruneyti.



Þessir voru líka tilkomumiklir. Hefði ég átt eftir að dimmitera væri þetta uppsprettta girnilegra hugmynda.



Hrinleikahúsið í Arles var heimsótt og var sérstaklega fallegt útsýnið af einum turninum á því.


Ferðafélagarnir við árbakka í Arles.


Garður við spítala Vincent Van Gogh.


Einnig þessi fræga brú sem var fyrirmynd af málverki málarans fræga.


En fyrir þá lesendur síðunnar sem ekki hafa haft tækifæri til að líta málverkið augum þá lítur það einhvernveginn svona út.


Hér erum við í Avignon þar sem eitt sinn var páfagarður. Við leigðum okkur audioguide og notuðum tímann til þess að sóla okkur um leið og við hlustuðum á langa og stranga fyrirlestra um páfagarðinn.


Franski maturinn var það góður að við gleymdum okkur og tókum engar myndir. Það var ekki fyrr en að Gian Reto fékk þennan eftir rétt sem leit furðulega út við hliðiná frönsku súkkulaði kökunum. Hann var líka orðinn eitthvað smá veikur greyið.


Flugvélamaturinn var svo að sjálfsögðu ostar og bagettur.

Núna er svo að bretta upp ermarnar og fara að skrifa ritgerðir, skýrslur, flytja fyrirlestra og læra undir próf.