fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Er ekki kominn tími á smá frí frá þessu öllu saman?

Einhvern tíma var mælt að trúa öllum væri ekki gott en engum hálfu verra. Ég hef mótað mér sams konar afstöðu til ákvarðanatöku: Í mínum huga er einhver ákvörðun yfirleitt betri en engin og því stærri sem hún er – þeim mun skemmtilegri. Því er fer hins vegar fjarri að allar ákvarðanir séu góðar.

Þessi afstaða er í ákveðnu ósamræmi við eðlislæga varfærni mína. Heilbrigð skynsemi ræður manni líka frá því að taka djarfar ákvarðanir ef maður er þokkalega ánægður með lífið og tilveruna. Ég tel mig skora dagsdaglega nokkuð yfir meðallagi á prófunum hvað varðar hið síðarnefnda.

Úr því að mér gefst ekki oft færi á að taka stóra og djarfa ákvörðun sem raskar ekki stöðu minni og högum að verulegu leyti hef ég tilhneigingu til að grípa gæsina þegar hún gefst.

Í vikunni átti ég samtal við verðandi eiginkonu mína um hvert við ættum að fara í frí þegar þessu námi okkar lyki. Þar sem hún var önnum kafin við að leggja lokahönd á meistaraverkefni sitt sagði hún: “Finndu bara eitthvað, ég treysti þér alveg til að finna eitthvað skemmtilegt ástin mín.”

Ég þurfti ekki frekari hvatningu. Eftir nokkurra klukkustunda netrannsóknir, samanburð á flug- og hótel var fannst mér ein ákvörðun áberandi stærri, flottari og skemmtilegri en allar aðrar innan fjárlaga okkar.

Við fljúgum til Sydney um hádegisbil á þriðjudaginn.

14 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Vááááá!!! Frábær ákvörðun, án efa sú rétta!!! Ég sendi Silvíu baráttukveðjur í ritgerðarskrifum sínum ... með svona gulrót ætti henni ekki að verða skotaskuld úr því að drífa þetta af!

4:45 e.h.  
Blogger Thóra sagði...

Snilld!!! Hafið það sem allra allra allra best!!!

8:54 e.h.  
Blogger Fjola sagði...

Góða ferð og hafði það gott í fríinu :)!

8:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nú líst mér á ykkur. Það verður gaman að heyra ferðasöguna frá ykkur þegar þið komið heim.

Til hamingju Sylvía með að vera búin að skila.

Kv. ÁS & co.

9:56 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

Takk öllsömul.

Þetta verður eintóm sæla...Kengúrúr og Kóalarbirnir...

Man einhver hvað gata hét sem Nágrannar bjuggu á? og var hún í Sydney?

9:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ramsey street?

7:46 f.h.  
Blogger Sigrun Lilja sagði...

til hamingju með ritgerðarskilin og góða skemmtun í sydney

8:21 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Frábært!
Kjartan er með eindæmum sniðugur. Þetta verður eflaust geggjað hjá ykkur :)

Til hamingju með skilin Sylvía. Þú hlýtur að vera í skýjunum.

Ramsey stræti er í Melbourne. Ég veit ekki hvursu langt sú borg er frá Sydney, en allavega er hún í sama landsfjórðungi. Þarna er líka hægt að hitta leikarana á sk. "Meet the Stars of Neighbours Night" á einhverjum pöbbi þarna, skilst mér. Vinkona mín gerði það og djammaði með Harold Bishop heilt kvöld - ekki slæmt það :)

Góða ferð og góða skemmtun.
Hlakka til spennandi saga.
Knús til ykkar frá Tókýó - Guðný :)

1:02 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Já hef líka verið að skoða myndir og séð brjálaðslega litríka páfagauka...sp hvort ég kippi honum ekki með í leiðinni. Helduru að honum kæmi ekki vel saman við kóalabjörninn George???

Partý með Harold Bishop!!! OMG...Við VERÐUM að fara á þennan bar ekki spurning.

1:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með skilin Sylvía.

Og hafið það ótrúlega gott í fríinu. Þið eruð búin að vinna fyrir því.

3:29 e.h.  
Blogger Rikey Huld sagði...

Góða ferð út og njótið þess í botn að vera þarna Down under. Hlakka til að hitta ykkur þegar þið komið á klakann;)

11:58 f.h.  
Blogger sylvia sagði...

Takk fyrir góðar og hlýjar kveðjur...hugsum til ykkar hinum megin á hnettinum !!!

6:35 e.h.  
Blogger Nielsen sagði...

Og hvað er svo að frétta...? Er fólk ennþá niðri-undir eða í London eða heima eða...?

8:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Rosalega eruð þið lengi í Ástralíu!!!

11:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home