laugardagur, október 01, 2005

Skólinn að byrja.

Þá er ég búin að fá kynningu frá skólanum og minn persónulega tutor. Tutorinn minn er algjört krútt svona heldri maður frá Indlandi. “Freshes fair” hátíð skólans var svo í fullum gangi. Hún gengur út á það að öll skólafélögin kynna sig og reyna að lokka nemendur til sín. Ég skráði mig m.a. í fótboltafélagið, þróunarfélagið, konur í viðskiptum, frumkvöðlafélagið og svo lengi mætti telja.

Ég bjóst við velkomin í námið þið völduð rétt ræðu svona til að byrja með en kynning hjá deildinni hófst á því að námið yrði stíft og við ættum ekki að taka jólafrí né langt páskafrí. Það lítur þá allt út fyrir það að nýja árinu verði fagnað hér í lundúnaborg.

Við Kjartan erum að komast inn í bresku stemminguna. Tvo síðustu morgna var það beikon og egg í morgunmat. Ég sá póstkort sem ætti við að senda okkur hingað í boxið sem á stóð: You want breakfast in bed? Then sleep in the kitchen.

miðvikudagur, september 28, 2005

Klukkið

Ég sem hélt ég kæmist hjá klukkinu... en þær Sif og Guðrún Lára sáu til þess að svo yrði ekki. Svo hér koma fimm gangslausar staðreyndir um sjálfa mig.
1. Ég er prófkúruhafi í sameignarfélagi sem heitir einmitt KLUKK
2. Þegar ég var 10 ára samdi ég ljóðabók ásamt Ásu vinkonu minni sem við seldum með því að fara hús úr húsi. Við keyptum svo simpsons myndir (myndirnar sem fylgdu með tyggjóinu)fyrir allan ágóðan.
3. Ég fékk alltaf strákalykil í Vesturbæjarlauginni.
4. Ég les stjörnuspána.
5. Ég kann ekki að tapa og enn síður að vinna.

Nú Klukka ég Árna, Þóru Kristínu, Guðný Nielsen klukk klukk klukk

þriðjudagur, september 27, 2005

Bókabúð í miðborg London, mánudaginn 26. september kl. 16:43.

Store clerk: Are books expensive in Iceland?
Icelandic Law Student: Everything is expensive in Iceland. Except talk. Talk is incredibly cheap in Iceland.

Boxið 1.þáttur

Boxið tók stakkaskiptum í gær. Bóhemalífstíll boxins er liðinn undir lok. Þeir tveir lúxus hlutir heimilisins sem við Kjartan höfum dásamað er uppþvottavélin og sjónvarpið. Eins og sönnu boxi sæmir prýddi það hvorugur hluturinn. Hinsvegar var fjárfest í sjónvarpi í gær. Sjónvarpið keyptum við hjá indverjunum á horninu og fengum loftnet í kaupbæti. Indverjunum þótti mikið til tækisins koma þar sem það stillir sjálfvirkt inn sjónvarpsstöðvarnar sem og það gerði.

Síðan var haldið upp á sjónvarpið með ítölskum pizzum frá ítölunum á hinu horninu og horft á sjónvarpsþáttinn “Wife swap”. Eins og nafnið gefur til kynna snýst þátturinn um það að tvær eiginkonur skipta um fjölskyldu í tvær vikur. Þarna skiptu mótorhjóladama sem bjó í nokkurs konar kommúnu við heimavinnandi húsmóður sem vann 14 tíma á dag við að þrífa húsið sitt. Lærdómurinn sem húsmóðirin dróg af þessum vistaskiptum var sá að 14 tíma þrif á dag væru einmanaleg og leiðinleg. Hún breytti um lífstíl og fór að halda partý. Merkilegt nokk.

sunnudagur, september 25, 2005

Skólafélagi

Hver haldiði að sé ekki mætt í LSE? Engin önnur en HÚN