föstudagur, júní 02, 2006

Öpdeit

Ég kláraði prófin þar síðasta miðvikudag og hálftíma síðar var ég komin upp í lest á leið á flugvöllinn. Eftir að hafa komist klakklaust í gegnum allar gegnumlýsingar og rúllustiga settist ég með ostaköku og kaffi latte á Nero. “Jón, er þaggi geit þrjátíuogátta! Við verðum að hlaupa, það segir á spjaldinu 20 mínúntna gangur”. Þeir leyna sér ekki Íslendingarnir og fínt að hafa þá í kringum sig þegar það eina sem kemst að er að gófla í sig þessari gómsætu ostaköku og sötra með henni ljúfan latte. En nei, ekki núna.

Ég lenti beint í faðm Lailu og Manna. Fékk hjá þeim töfrate og Laila lét renna í bað fyrir mig. Hvílík sæla að fara í bað. Ég er baðkona en hef búið við sturtu (reyndar þá albestu sem ég hef farið í) síðan í lok síðasta sumars. Bríet og Breki fengu svo gjafir í stíl, Breki bleika skó en Bríet bleikt pils. Með lukkuna yfir því í hámarki tók við frænkudekur sem innifól keilu og kaffihúsarferð.

Ég ætla nú samt ekki að tíunda Íslandsförina hér þar sem ég var ótrúlega effektíf í húsaskoðunum og öðrum eins praktískum málum. Náði samt að hitta familíuna og vinina og kjósa inn á milli og taka púlsinn á vöku kosninga, þó svo að ég myndi vilja hafa hitt miklu fleiri.

Í London tók svo mastersverkefnið og stuðið við. Ég fór í fyrsta skipti til Swindon. Ég vaknaði kl. 7 komin út 7.15 og á “Office space” skrifstofuna í Swindon kl. 9.00 og alls kostaði þessi ferð 90 pund. Allar ábendingar um góðar bækur vel þegnar -sé fram á að þeir tæpir fjórir tímar sem fara í lestraferðir á dag verði nýttir til rækilegs bókalesturs.

Við Árni skelltum okkur ásamt Sindra og Unni á Gipsy Kings sem sungu inn í okkur sumarið. Hvílíkir gítaristar. Ég hef alltaf borið gríðalega virðingu fyrir þeim sem geta spilað á gítar eftir að ég reyndi að læra þetta á sínum tíma, en án nokkurs vott af árangri.


Hitti svo Bobbu móðursystur Kjartans í gær. Kjartan sat sveittur við bækurnar meðan við Bobba (sem er núna hér með titlaður heiðurgestur okkar Kjartans því hún hefur sett met í heimsóknafjölda til okkar síðan við fluttum til London) og við gæddum okkur á afrískum mat. Þegar við höfðum klárað að borða og tilbúnar að standa upp sælar og saddar voru ljósin deyfð og tónlistin hækkuð. Fyrir framan okkur stóð svo hálf nakin magadansmær og eyddi heilmiklu púðri í dans fyrir okkur dömurnar.