föstudagur, apríl 28, 2006
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Lakkrís.

Íslenskur lakkrís er með því besta sem Sylvía fær. Sjálfur er ég ekki mikil aðdáandi og undir eðlilegum kringumstæðum ætti það að hjálpa mér að horfa á málin af hlutleysi. Til dæmis er ég sannfærður um það að íslenskur lakkrís sé nú illskárri mörgum útlendum lakkrístegundum.
Um þetta eru útlendingar sem ég þekki ekki ósammála mér. Á því hefur til dæmis verið haft orð við mig að íslenskur lakkrís sé einstaklega klístraður og ógirnilegur á að líta. Það er sjaldan sem útlendu fólki hugnast einu sinni að smakka hann.
Ef orðinu lakkrís er flett upp á vef Alþingis kemur þar upp merkileg ræða sem flutt var nákvæmlega 24. mars 1993 kl. 13.52. Þar sagði orðrétt:

Örlög þessarar lakkrísverksmiðju eru mér hulin ráðgáta. Ef ég vissu hver þau væru svæfi ég sjálfsagt eilítið fastar.
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Áttu klink?

Á hverjum degi stend ég andspænis viðskiptatilboði sem felst í því að ég læt af hendi peninga endurgjaldslaust til einhvers sem mér er gjörsamlega ókunnugur.
Fyrsta skiptið er yfirleitt þegar ég kem út úr Tesco og geng þar fram á konu sem varpar fram spurningunni “Can you spare some change, please?”
Ég er löngu hættur að virða hana svars og hugsa mér til réttlætingar að engin mannleg bón verði svona skerandi í eyru nema í fráhvörfum.
Annað skipti er þegar ég geng framhjá Barclays-útibúinu við Russell Square. Þar hefur séður betlari tekið sér stöðu við hraðbankann. Þetta er sennilegra betri staðsetning en Tesco því að hann þarf aldrei að ávarpa neinn.
Nálægt skólanum mætti ég yfirleitt þriðja betlaranum. Oft spyrja þeir mig hvað klukkan sé. Þótt ég gruni þá um að nota spurninguna sem átyllu til að biðja mig um pening hef ég aldrei verið spurður um slíkt í framhaldinu.
Ég skil vel að heimilislausir útigangsmenn þurfa peninga. Hvað þeir hafa gera við stundvísi er mér hins vegar hulin ráðgáta. Mig rámar óljóst í að mann- og félagsfræðingarnir Þóra og Kolbeinn hafi sagt mér að betlarar skipti með sér vöktum á stöðum sem þeir betla. Þeir minni um margt á dagvinnu- og vaktavinnufólk að því leyti.
Um daginn spurði ég leiðbeinandann minn hérna sem er í senn mannréttindafrömuður og mannvinur hvað ylli þessum gríðarlega fjölda. Hann játti því vissulega að þetta væri vandamál en bætti svo við af stakri innilegri andúð sinni á breska Íhaldinu:
,,Sennilega hefur þetta verið vanrækt í umræðunni einfaldlega vegna þess að þetta hefur lagast svo mikið frá tímum Thatcher. Þá voru betlararnir yfirleitt í hópum, oft um þrjátíu saman.”
Núverandi fjöldi betlara er sannarlega ekkert til að vera stoltur af. Það er samt ekki laust við að mér sé létt að hafa ekki verið hér á tímum járnfrúrinnar.