fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Er ekki kominn tími á smá frí frá þessu öllu saman?

Einhvern tíma var mælt að trúa öllum væri ekki gott en engum hálfu verra. Ég hef mótað mér sams konar afstöðu til ákvarðanatöku: Í mínum huga er einhver ákvörðun yfirleitt betri en engin og því stærri sem hún er – þeim mun skemmtilegri. Því er fer hins vegar fjarri að allar ákvarðanir séu góðar.

Þessi afstaða er í ákveðnu ósamræmi við eðlislæga varfærni mína. Heilbrigð skynsemi ræður manni líka frá því að taka djarfar ákvarðanir ef maður er þokkalega ánægður með lífið og tilveruna. Ég tel mig skora dagsdaglega nokkuð yfir meðallagi á prófunum hvað varðar hið síðarnefnda.

Úr því að mér gefst ekki oft færi á að taka stóra og djarfa ákvörðun sem raskar ekki stöðu minni og högum að verulegu leyti hef ég tilhneigingu til að grípa gæsina þegar hún gefst.

Í vikunni átti ég samtal við verðandi eiginkonu mína um hvert við ættum að fara í frí þegar þessu námi okkar lyki. Þar sem hún var önnum kafin við að leggja lokahönd á meistaraverkefni sitt sagði hún: “Finndu bara eitthvað, ég treysti þér alveg til að finna eitthvað skemmtilegt ástin mín.”

Ég þurfti ekki frekari hvatningu. Eftir nokkurra klukkustunda netrannsóknir, samanburð á flug- og hótel var fannst mér ein ákvörðun áberandi stærri, flottari og skemmtilegri en allar aðrar innan fjárlaga okkar.

Við fljúgum til Sydney um hádegisbil á þriðjudaginn.