sunnudagur, apríl 30, 2006

...og tíminn svo lengi að líða...


Það er kvikindislegt hvað tíminn líður hratt alls staðar annarstaðar en á hlaupabrettinu. Tíminn frá því að maður segir við sjálfan sig ,,jæja, nú er komið nóg ég hleyp í þrjár mínútur í viðbót” og þangað til að maður er búin að hlaupa þessar þrjár mínútur reynist mér hvað lengstur að líða. Bara ef maður myndi ná þessu í ritgerðarskrifum, þá þyrfti ég svona c.a. klukkutíma fyrir hverja ritgerð.

Líkamsræktarkortin komu í hús í fyrradag okkur hjónaleysum til mikillar kátínu. Stífar setur fyrir framan tölvuskjáinn hafa gert það að verkum að stirðleikinn og eirðarleysið hefur risið upp úr öllu valdi.

Jæja, best að skella sér í sund.