Á fyrsta degi.

Guð skapaði heiminn á sjö dögum, ætli ég geti ekki skrifað verkefni á átta? Samkvæmt Supernova þá eru bestu lög rokkstjarna oft samin á innan við tíu mínútum.
Ég semsagt náði að leggja næstumþvílokahönd á líkanið mitt, fyrir þetta ráðgjafafyrirtæki/rannsóknabatterí. Sem fyrir áhugasama snýst um að besta mögulegar “pólisíur” varðandi það að draga úr vatnsleka Bretlandseyja. Þetta hefur verið mikið fréttaefni (þá vatnslekinn ekki verkefnið mitt) í sumar út af hitabylgjunni sem er “sembeturfer” lokið.
Fyrir enn áhugasamari þá er þetta líkan ósamfellt ólínulegt bestunarlíkan. Þau geta verið torleysanleg. Því fleiri “ó” sem eru í skilgreiningunni því svæsnara er þetta. En með hjálp svokallaðra “Genetic/evolutionary Algorithms” er þetta leysanlegt en þeir byggja á þróunarkenningu Darwins. Ég ætti kannski frekar að athuga hvað Darwin var lengi að hripa niður svipað langan greinarstúf sem mér er ætlað að skrifa og skila inn heldur enn að gera áætlanir mínar út frá því hvað Guð var lengi að skapa heiminn.
Það er svo sem engar stórfréttir hérna af okkur hjónaleysunum. Við erum komin aftur í B-týpu munstrið, spilum soldið af skvassi, borðum góðan mat og drekkum soldið kaffi endrum og eins. Það styttist í komu okkar til ægifagra Íslands. Ætli við hættum þá ekki þessu bloggstússi.