sunnudagur, maí 07, 2006

Hið ljúfa líf

Eftir stífar setur við að skrifa um Challenger og Columbia slysin skilaði ég inn greinarstúfnum á miðvikudaginn. Þar hitti ég stallsystur mínar og við ákváðum að kaupa okkur samlokur og setjast út í blíðskaparveðri í “Sommerset House.” Ekki slæm hugmynd það.


Á fimmtudaginn reis hitinn í 24 gráður okkur lundúnarbúum til mikillar ánægju. Ég dreif mig í klippingu, enda komin með soddan lubba, og dreif svo Kjartan út í góða veðrið. Fjárfest var í sólgleraugum fyrir sumarið.


Við Unnur drifum okkur svo í Hyde Park á föstudaginn, þar lágum við á bleiku picnic teppi og fengum okkur beyglu með rjómosti og vínber. Gáfum svo svönunum brauð, talandi um að vera “living on the edge” á tímum fuglaflensunar.


Ég kom svo við í búðinni á leiðinni heim og keypti í matinn fyrir matarboð kvöldsins. Kjartan kom af bókasafninu sveittur eftir rökræður í umræðuhópnum sínum. Fengum svo til okkar góða vini.


Anderson og Ligia í góðu stuði


Chris og Gian Reto að gæða sér að eyrnasnepplapasta og kjúlla


Strákarnir töluðu um ústlit í brasilísku knattspyrnunni meðan við stelpurnar lékum okkur með snæri (man einhver hvað svona fingra-teygjutvist kallast?)


Komumst að því að við kunnum þetta allar, virðist vera alþjóðlegur leikur.

Í gærkveldi urðum við þess heiðurs aðnjótandi að fá Árna og Guðrúnu í kvöldkaffi. En Guðrún kom til London í óvænta heimsókn í gær, virkilega gaman að hitta þau. Þau færðu mér líka lakkrís, það finnst mér aldrei leiðinlegt.

7 Innlegg:

Anonymous Nafnlaus sagði...

heitir þetta ekki fuglafit??? var haggi???

2:56 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Heyrðu það finnst mér nú hljóma sennilegt.

Guðný Birna fær fuglafit í jólagjöf fyrir að svara þessari spurningu rétt!!! Ef það er þá rétt :)

3:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Fuglafit er alveg hárrétt!!!

Annars er ég á leiðinni til London ... aftur!!! Ég verð í borginni ásamt kórnum mínum 9. - 12. júní (og kannski aðeins lengur) og vonast til að mér takist að hitta ykkur í þetta skiptið!!! Kannski þið getið meira að segja koma á tónleika? Í það minnsta skal ég koma með eins mikinn lakkrís og ég get borið!!!

7:18 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Líst vel á það!!! Við mætum á tónleikana. Við verðum brún og sæl, nýkomin frá Sikiley á þessum tíma.

Hvenær eru tónleikarnir?

11:51 e.h.  
Blogger sylvia sagði...

Hvað er maður að leggja þetta á sig þegar maður getur fengið þetta á tveimur vikum.

11:23 f.h.  
Blogger Unknown sagði...

www0730
pandora charms outlet
pandora charms
cheap jordan shoes
bottega veneta
nike factory outlet
fitflops sale
supreme clothing
coach factory outlet
ugg boots on sale 70% off
michael kors outlet clearance









1:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

tuu63poo1
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
golden goose outlet
supreme outlet

4:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home